Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Tímabili Grindvíkinga lokið
Miðvikudagur 23. mars 2016 kl. 21:46

Tímabili Grindvíkinga lokið

Áttu lítið í Íslandsmeistara KR

Grindvíkingar eru úr leik í 8-liða úrslitum karla í Domino's deildinni eftir 21 stiga tap í DHL höllinni gegn KR í kvöld. Heimamenn byrjuðu með látum og náðu m.a. 16-2 forystu í upphafi leiks. Staðan í hálfleik var 41-27 fyrir KR og fátt sem virtist benda til þess að Grindvíkingar ætluðu að bíta frá sér. Sú varð því miður raunin en KR-ingar hleyptu Grindvíkingum aldrei nálægt sér í síðari hálfleik. Garcia fékk ekki að spila mikið hjá Grindvíkingum í kvöld, en hann hefur verið sár vonbrigði síðan hann gekk til liðs við Grindvíkinga og virtist kappinn ekki sýna mikinn áhuga á að leika hérlendis.

Garcia skoraði aðeins 4 stig í leiknum líkt og Jón Axel Guðmundsson sem fékk skurð á andlit og náði ekki að spila líkt og hann er vanur. Ómar Örn var atkvæðamestur Grindvíkinga með 17 stig og 13 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KR-Grindavík 83-62 (24-12, 17-15, 23-16, 19-19)
Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 17/13 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 8, Hinrik Guðbjartsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 6, Jens Valgeir Óskarsson 6, Jón Axel Guðmundsson 4/6 fráköst, Charles Wayne Garcia Jr. 4, Hilmir Kristjánsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0.