Tilþrif í Sólbrekku
Glæsilegt Motocross mót fót fram á Sólbrekkubraut um síðustu helgi.
Mótið var afar fjölmennt þar sem rúmlega 130 keppendur voru skráðir til leiks. Þeir Ed Bradley og Einar Sigurðarson voru efstir og jafnir í MX1-flokki, en Bradley hreppti hnossið þar sem hann var með betri tíma í síðustu lotu, eða Moto. Í þriðja sæti var Ragnar Ingi Stefánsson.
Gylfi Freyr Guðmundsson, fyrrum Íslandsmeistari, var helsta von Suðurnesjamanna og byrjaði með glæsilegum akstri í fyrsta moto, en náði ekki að fylgja því eftir.
Annar Suðurnesjamaður í fremstu röð, Aron Ómarson, var ekki me um hlegina þar sem hann fótbrotnaði fyrir skemmstu, en vonir standa til þess að hann verði kominn á kreik undir lok sumars.
Nánari upplýsingar um mótið má finna á www.motocross.is
Veglegt myndasafn frá mótinu má finna á Ljósmyndavef Víkurfrétta.
VF-myndir/elg