Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tilþrif í Sólbrekku
Þriðjudagur 10. júní 2008 kl. 01:30

Tilþrif í Sólbrekku


Glæsilegt Motocross mót fót fram á Sólbrekkubraut um síðustu helgi. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mótið var afar fjölmennt þar sem rúmlega 130 keppendur voru skráðir til leiks.  Þeir Ed Bradley og Einar Sigurðarson voru efstir og jafnir í MX1-flokki, en Bradley hreppti hnossið þar sem hann var með betri tíma í síðustu lotu, eða Moto. Í þriðja sæti var Ragnar Ingi Stefánsson.

 

Gylfi Freyr Guðmundsson, fyrrum Íslandsmeistari, var helsta von Suðurnesjamanna og byrjaði með glæsilegum akstri í fyrsta moto, en náði ekki að fylgja því eftir.

 

Annar Suðurnesjamaður í fremstu röð, Aron Ómarson, var ekki me um hlegina þar sem hann fótbrotnaði fyrir skemmstu, en vonir standa til þess að hann verði kominn á kreik undir lok sumars.

Nánari upplýsingar um mótið má finna á www.motocross.is

 

Veglegt myndasafn frá mótinu má finna á Ljósmyndavef Víkurfrétta.

 

VF-myndir/elg