Tilþrif á Möggumóti (Myndasafn)
Fimleikadeild Keflavíkur stóð fyrir Möggumótinu um síðastliðna helgi. Fjölmenni mætti til þess að fylgjast með yngstu iðkendunum spreyta sig en Möggumótið er nefnt eftir stofnanda Fimleikadeildar Keflavíkur, Margréti Eindarsdóttur.
Möggumótið er árlegur viðburður þar sem ungir iðkendur keppa sín á milli til að öðlast keppnisreynslu á mótum.
Smella hér til að skoða myndasafn
VF-myndir/ Þorgils Jónsson