Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þvílík spenna í 2. deild karla
Laugardagur 6. september 2014 kl. 18:19

Þvílík spenna í 2. deild karla

Suðurnesjaliðin með sigra

Spennan er mögnuð í fallbaráttunni í 2. deild karla í knattspyrnu, en þar berjast Njarðvík og Reynir fyrir tilveru sinni. Bæði lið unnu sigur í dag, Njarðvík vann 0-4 útisigur gegn Gróttu, á meðan Sandgerðingar unnu Ægi 2-0 á heimavelli sínum. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er spennan mikil þegar aðeins eru tvær umferðir og sex stig eftir í pottinum. Sandgerðingar eru í fallsæti eins og stendur en stutt er í næstu lið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024