Þúsundir á Nettó-körfuboltamóti í Reykjanesbæ - myndir
Þúsundir körfuboltaiðkenda- og áhagenda eru í Reykjanesbæ á Nettó-mótinu sem haldið er í sex íþróttahúsum í bænum. Alls eru 23 félög með í mótinu með samtals 238 keppnislið. Leikirnir verða 548 og leikið er á 15 völlum í húsunum sex.
Mótið hefur verið haldið síðan 1990. Margir keppendur og foreldrar þeirra gista á svæðinu og setja þannig svip á bæjarfélagið þessa helgi. Mótið er samstarfsverkefni Keflvíkinga og Njarðvíkinga.
Tíðindamaður Víkurfrétta leit við í morgun í Heiðarskóla og í TM höllina og smellti nokkrum myndum.