Þúsundasti leikur Kristins
Keflvíski körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson dæmdi sinn sinn eitt þúsundasta leik í efstu deild karla ef úrslitakeppnin er tekin með á sunnudag. Ekki er langt síðan hann dæmdi sinn 800. leik í úrvalsdeild karla. Kristinn er fyrstur körfuboltadómara til að ná þessum merka áfanga og líklega fyrstur dómara á Íslandi til að dæma 1.000 leiki í einni deild og úrslitakeppni þeirrar deildar.
Þessir 1.000 leikir dreifast á fimm áratugi, frá níunda áratugi síðustu aldar og til þriðja áratugs þessarar aldar. Samkvæmt upplýsingum á vef Körfuknattleikssambands Íslands höfðu verið leiknir 5.006 leikir með leiknum sem Kristinn dæmdi á sunnudag, hann hefur því dæmt um fimmtung þeirra.
Fyrsti leikurinn sem Kristinn dæmdi í efstu deild var viðureign Njarðvíkur og Tindastóls þann 23. október 1988. Þá var Kári Marís-son leikmaður Tindastóls. Núna, nærri rúmum þremur áratugum síðar, var sonur Kára, Axel Kárason, að spila með Stólunum.
Kristinn var aftur mættur með flautuna á mánudag þegar hann dæmdi leik Stjörnunnar og Grindavíkur. Þá var meðdómari hans Ísak Ernir Kristinsson, sonur hans.
Löngu búinn að dæma þúsund leiki
Það er langt um liðið síðan Kristinn dæmdi sinn þúsundasta leik á vegum KKÍ en það afrekaði Kristinn þann 4. janúar 2008 þegar hann dæmdi viðureign Vals og Reynis í 1. deild karla.