Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þurfum að standa okkur á útivelli
Þriðjudagur 12. júní 2007 kl. 11:54

Þurfum að standa okkur á útivelli

Tveir leikir fara fram í VISA bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í kvöld í 2. umferð keppninnar. Keflavík mætir Fylki á Fylkisvelli og ÍBV mætir Aftureldingu á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

 

Keflavík lagði HK/Víking 0-1 í fyrstu umferð keppninnar þar sem fyrirliðinn Lilja Íris Gunnarsdóttir skoraði mark Keflavíkur í leiknum á 6. mínútu og þar við sat.

 

Guðný Petrína Þórðardóttir sóknarmaður í liði Keflavíkur tók undir með blaðamanni þegar talið barst að útileikjum hjá Keflavík. „Við mættum Fylki í deildarbikarnum og þar höfðum við sigur gegn þeim en við höfum ekki enn mætt þeim í deildinni. Við áttum slakan bikarleik gegn HK/Víking en náðum samt í sigur en það er alveg ljóst að okkur hefur gengið mun betur heima en á útivelli og nú þurfum við að fara að standa okkur úti rétt eins og heima,” sagði Guðný í samtali við Víkurfréttir.

 

Takist Keflavík að landa sigri í kvöld komast þær í 8-liða úrslita keppninnar en 8-liða úrslitin fara fram 12. júlí næstkomandi.

 

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024