Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þurfum að brosa og gefa nokkur „high five“
Fimmtudagur 13. júní 2013 kl. 13:22

Þurfum að brosa og gefa nokkur „high five“

Íslandsmót 2.deild: Njarðvík - Grótta í kvöld

Þá er komið að 6 umferð 2. deildar og Grótta kemur í heimsókn á Njarðtaksvöllinn í kvöld klukkan 19:15. Njarðvik og Grótta eru á sömu slóðum eftir 5 umferðir og ætla sér bæði sigur úr þessum leik. Víkurfréttir náðu tali af Guðmundi Steinarssyni framherja og aðstoðarþjálfara liðsins en hann er ekki alls kostar sáttur með byrjun liðsins í sumar.

„Nei ég er ekki alveg sáttur við byrjunina, en í síðustu þremur leikjum höfum við verið að taka nokkur skref fram á við og bæta okkur. Þurfum örfá skref í viðbót til að verða á þeim stað sem við viljum vera. Við vorum frekar seinir að leggja lokahönd á hópinn okkar, sem seinkaði skipulaginu hjá okkur Gunnari þjálfara. En nú ætlum við að fara klifra upp töfluna ásamt því að brosa og gefa nokkur high five þegar það á við,“ segir Guðmundur en honum líkar lífið vel í Njarðvík. „Lífið í Njarðvík er gott, margt sem hefur komið mér skemmtilega á óvart.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Honum líst vel á slaginn gegn Gróttu í kvöld en telur að um hörkuleik verði að ræða. Aðspurður um hvort að ekki megi vænta marka frá honum þá segist hann fyrst og fremst ætla að reyna að aðstoða liðsfélagana í þeim efnum.

„Grótta er spennandi mótherji, sem hefur líkt og við farið rólega af stað. Ætti að vera hörkuleikur.
Jú vonandi koma fleiri mörk, en ætla nú að reyna koma öðrum á bragðið líka með því að reyna leggja eitthvað upp fyrir þá,“ sagði Guðmundur að lokum.