Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 7. september 2001 kl. 09:19

Þurfa níu stig í viðbót

Keflvíkingar mæta Valsmönnum nk. laugardag í Hlíðarenda. Nú eru 15. umferð íslandmótsins lokið en lið Keflavíkur er í 6. sæti deildarinnar með 19 stig. Gunnar Oddsson segir mestu vonbrigðin með gengi liðsins á heimavelli. „Til að tryggja sæti okkar í deildinni verðum við að ná a.m.k. þremur stigum“, segir Gunnar en rifjar upp að þessi staða er ekki alveg ókunn Keflavíkingum því liðið hefur lent í neðri hluta deildarinnar síðustu þrjú ár. „Við settum stefnuna á það að vera í efri hluta deildarinnar. VIð ætluðum okkur stærri hluti en ég veit ekki við hverju við bjuggumst.“ Í liðinu eru margir ungir strákar og segir Gunnar það hafa verið ljóst í upphafi að tímabilið yrði ekki auðvelt fyrir liðið. „Við hugsum um einn leik í einu, Valur er næstur og það er leikur sem við verðum að vinna til að dragast ekki lengra aftur úr.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024