Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 4. febrúar 2003 kl. 10:01

Þrumugengið sigraði fyrirtækjakeppni Nes í boccia

Laugardaginn 1. febrúar sl. var haldið hið árlega Sparisjóðs- og fyrirtækjamót Nes í boccia. Mótið er annars vegar flokkaskipt einstaklingskeppni hjá Nes og hins vegar sveitakeppni hjá fyrirtækjum.
Langstærsti þátttakandinn á mótinu var Fiskþurkun í Garði en þeir voru með 7 lið, samtals 21 keppenda.Einstaklingsmót Nes fór þannig: Í flokki 10 ára og yngri var Ívar Egilsson í 1. sæti,
Linda Björg Björgvinsdóttir í 2. sæti og Valur Freyr Ástuson í 3. sæti. Í flokki 11 – 16 ára var Gestur Þorsteinsson í 1. sæti, Bryndís Brynjólfsdóttir í 2. sæti og Einar Þór Björgvinsson í 3. sæti. Í flokki17 – 26 ára var Vilhjálmur Þór Jónsson í 1. sæti, Arnar Már Ingibjörnsson í 2. sæti og Sigríður Karen Ásgeirsdóttir í 3. sæti. Í flokki 27 ára og eldri var Lára María Ingimundardóttir í 1. sæti, Guðný Óskarsdóttir í 2. sæti og Sigrún Benediktsdóttir í 3. sæti.
Fyrirtækjamótið fór þannig: Í 1. sæti var Þrumugengið skipað Guðmundur Ingiberssyni, Bjarna Kristjánssyni og Gylfa Pálssyni, í 2. sæti var Fagræsting skipað Róberti Aron Ólafs, Sigurði Benediktssyni og Vilhjálmi Þór Jónssyni og í 3. sæti var Sparisjóðurinn í Keflavík b lið skipað Guðrúnu Einarsdóttur, Guðný Magnúsdóttur og Ágústu Ásgeirsdóttur.

Öll verðlaun á mótinu voru gefin af Sparisjóðnum í Keflavík og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir það framlag. Einnig viljum við þakka nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja og foreldrum og aðstandendum nesara fyrir aðstoð við dómgæslu á mótinu. Áfram NES.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024