Þróttur Vogum vann C-deild fótbolta.net mótsins
Þróttur Vogum vann C- deild Fótbolta.net mótsins sl. föstudag með sigri á Kára í vítaspyrnukeppni.
Ragnar Þór Gunnarsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins fyrir Þróttara á 8. og 15. mínútu. Í seinni hálfleik jafnaði lið Kára og staðan var því 2-2 þegar flautað var til leiksloka.
Í vítaspyrnukeppni eftir leikinn tryggði Þróttur sér sigur og unnu því C- deildina.
Kári 2 - 2 Þróttur V. (4-5 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Ragnar Þór Gunnarsson ('8)
0-2 Ragnar Þór Gunnarsson ('15)
1-2 Marinó Hilmar Ásgeirsson ('78)
2-2 Ragnar Már Lárusson ('83)