Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttur Vogum sigraði Reyni Sandgerði í Suðurnesjaslag
Mánudagur 10. júlí 2017 kl. 09:22

Þróttur Vogum sigraði Reyni Sandgerði í Suðurnesjaslag

Suðurnesjaliðin Reynir Sandgerði og Þróttur Vogum mættust á Sandgerðisvelli í 3. deild karla á föstudaginn. Það voru Þróttarar sem höfðu betur og sigruðu 3:2.

Andri Björn Sigurðsson gerði fyrsta mark Þróttar á 36. mínútu. Staðan var 1:0 fyrir Þrótt í hálfleik. Þróttarar misstu mann út af í upphafi seinni hálfleks en þrátt fyrir að vera manni færri skoraði Tómas Ingi Urbancic mark á 78. mínútu fyrir Þrótt og kom þeim í 2:0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem Tomislav Misura minnkaði munninn í uppbótartíma og hleypti lífi í leikinn á ný. Það líf var þó stutt þar sem að nánast í næstu sókn fengu Þróttarar vítaspyrnu sem Andri Björn Sigurðsson skoraði úr og kom þeim í 3:1.

Reynismenn neituðu að gefast upp og á 96. mínútu skoraði Jóhann Magni Jóhannsson og minnkaði muninn aftur í eitt mark. Það reyndist vera lokamarkið og því niðurstaðan 3:2 sigur Þróttar. Þróttur er í 5. sæti en Reynir er á botni 3. deildar.