Þróttur Vogum og Reynir Sandgerði í 1. deild
Suðurnesjaliðin Þróttur Vogum og Reynir Sandgerði munu í dag kl. 16:00 leika til úrslita í 2. deild karla. Leikurinn fer fram á Akranesi en bæði lið höfðu sigur í morgun í undanúrslitaleikjum. Þróttur Vogum lagði heimamenn í ÍA 80-67 í undanúrslitum en Reynir Sandgerði hafði betur gegn Hvíta Riddaranum í hinum undanúrslitaleiknum. Tölur úr þeim leik hafa þó ekki borist.
Bæði Þróttur og Reynir hafa tryggt sér sæti í 1. deild að ári en ekkert lið féll úr 1. deildinni að sinni og munu því 10 lið leika í 1. deild á næstu leiktíð. Hvíti Riddarinn og ÍA munu leika um þriðja sætið en bæði lið verða áfram í 2. deild á næstu leiktíð.