Þróttur Vogum með sigur í kvöld
Þróttur Vogum vann í kvöld annan leik sinn í röð þegar liðið lagði Stál-Úlf 0-3 í 2. umferð c-riðils 4. deildar karla.
Öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik en það var fyrirliðinn Páll Guðmundsson sem skoraði fyrstu tvö mörkin á 55. og 67. mínútu leiksins og það var síðan Magnús Ólafsson sem skoraði þriðja markið á 77. mínútu, aðeins 5 mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður.
Þar með hefur Þróttur unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa og virðist ríkja glimrandi fín stemmning í herbúðum þeirra en liðið hefur leikið vel meira og minna allt undirbúningstímabilið og það sem af er Íslandsmóti.
Næsti leikur Þróttara verður föstudaginn 5. júní þegar liðið leikur gegn KFG á Vogabæjarvelli.