Þróttur Vogum með góðan sigur
- Víðir tapaði fyrir austan - 2. deild lokaumferð
Þróttur Vogum mætti Fjarðarbyggð sl. laugardag á heimavelli og urðu lokatölur leiksins 3-1 fyrir Þrótti. Mörk leiksins skoruðu Elvar Freyr Arnþórsson á 2. mínútu, Jordan Tyler á 16. mínútu og sjálfsmark á 77. mínútu.
Þá mætti Víðir Garði Leikni F á útivelli sl. laugardag og endaði leikurinn með 3-0 tapi Víðismanna.
Þróttur hafnaði í sjötta sæti deildarinnar með 33. stig og er þetta besti árangur í sögu Þróttar. Víðir hafnaði í níunda sæti með 23. stig.