Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þróttur Vogum fór ósigrað í gegnum riðilinn
Þróttarar eru á glimrandi siglingu á undirbúningstímabilinu.
Fimmtudagur 16. apríl 2015 kl. 07:00

Þróttur Vogum fór ósigrað í gegnum riðilinn

Mæta liði Kára í Akraneshöllinni á laugardag

Þróttarar í Vogum luku riðlakeppni C-deildar Lengjubikarsins með góðum 3-1 sigri á liði Afríku s.l. sunnudag. Kristján Steinn Magnússon, Páll Guðmundsson og Reynir Valsson skoruðu mörk Þróttar í leiknum

Liðið endaði því á toppi riðilsins með fullt hús stiga og fer því ósigrað inn í útsláttarkeppnina sem hefst á laugardag þegar liðið mætir liði Kára í Akraneshöllinni kl. 17:30. Sigurliðið fer áfram í undanúrslit mótsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024