Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttur Vogum fær liðsstyrk fyrir sumarið
Mánudagur 2. apríl 2012 kl. 09:34

Þróttur Vogum fær liðsstyrk fyrir sumarið



Þróttur Vogum hefur fengið fimm nýja leikmenn til liðs við sig fyrir átökin í þriðju deildinni í sumar. Hörður Ingþór Harðarson er 32 ára og kemur frá ÍH. Hann hefur verið einn af lykilmönnum ÍH síðustu árin sem og fyrirliði. Hörður er leikjahæsti leikmaður ÍH frá upphafi en hann lék einnig með Aftureldingu á árum áður.

Óli Jón Kristinsson er 33 ára og kemur frá ÍH. Óli Jón spilaði í átta ár með Haukum og vann 2. deildina með Haukum á sínum tíma. Síðustu árin hefur hann verið með ÍH í 2. deildinni.

Gunnar Hólmgeir Bjarnason er 33 ára og kemur hann frá Markaregni. Gunnar hefur komið víða við á sínum ferli. Lengst af spilaði hann með með ÍH. Hann spilaði með Þrótti 2008 og skoraði 2 mörk í 16 leikjum.

Garðar Ingvar Geirsson er 24 ára og kemur frá Hamar. Garðar spilaði með Haukum í efstu deild árið 2010. Garðar var makahæsti leikmaður Hauka í 1. deildinni árið 2009.

Gunnar Helgason er 38 ára og var að taka fram skónna að nýju. Hann er leikjahæsti leikmaður Þróttar frá upphafi. Gunnar var fyrirliði Þróttar í mörg ár.

Þjálfari Þróttar er Jón Kristjánsson en hann tók við liðinu síðastliðið haust eftir að hafa þjálfað Hamar undanfarin ár

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024