Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Þróttur Vogum byrjar vel í Lengjubikar
  • Þróttur Vogum byrjar vel í Lengjubikar
    Kristján Steinn Magnússon.
Laugardagur 14. mars 2015 kl. 18:47

Þróttur Vogum byrjar vel í Lengjubikar

Kristjánn Steinn með tvö mörk

Þróttur Vogum bar sigurorð af liði Kríu í fyrsta leik sínum í C-deild Lengjubikarsins, en leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni nú fyrir stundu. Lokatölur urðu 4-1.

Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið höfðu komið sér á blað á fyrstu 10 mínútum leiksins en Kristján Steinn Magnússon jafnaði metin fyrir Þróttara eftir að gestirnur höfðu náð forystunni á 9. mínútu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kári Eiríksson skoraði svo annað mark Þróttar á 40. mínútu og gengu liðin til búningsklefa í stöðunni 2-1.

Þróttarar gerðu úti um leikinn á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik þegar Kristjánn Steinn skoraði sitt annað mark, þá úr vítaspyrnuá 76. mínútu, og það var svo Magnús Ólafsson sem innsiglaði öruggan 4-1 sigur með marki 10 mínútum fyrir leikslok.

Næsti leikur Þróttar verður föstudaginn 20. mars á Fylkisvelli gegn liði Elliða.