Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttur Vogum áfram í bikarkeppninni
Andrí Gíslason skorar með bakfallsspyrnu gegn KB.
Sunnudagur 3. maí 2015 kl. 09:04

Þróttur Vogum áfram í bikarkeppninni

Mæta Grindavík í næstu umferð

Þróttur Vogum vann lið KB í 1. umferð bikarkeppni KSÍ á laugardag. Lokatölur urðu 2-4.

Leikurinn var spilaður í blíðskaparveðri á gervigrasinu í Breiðholti þar sem að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KB komst í 1-0 áður en Þróttur svaraði með 2 mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks. KB jafnaði svo leikinn í upphafi þess síðari. Þróttarar reyndust hins vegar sterkari þegar upp var staðið og skoruðu 2 síðustu mörk leiksins og lönduðu sætum sigri.

Andri Gíslason skoraði 3 af mörkum Þróttara, eitt þeirra með glæsilegri bakfallsspyrnu. Kristján Steinn Magnússon skoraði svo 1 mark.

Þróttur fer þar með áfram í 32 liða úrslit bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Grindavík í sannkölluðum nágrannaslag í Grindavík mánudaginn 18. maí.