Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttur Vogum á sigurbraut
Laugardagur 21. mars 2015 kl. 08:00

Þróttur Vogum á sigurbraut

Þróttur Vogum bar sigurorð af liði Elliða í C-deild Lengjubikarsins í gærkvöldi þegar liðin mættust á gervigrasvellinum í Árbænum. Lokatölur 1-2.

Staðan í hálfleik var 0-0 en Þróttarar komust yfir á 53. mínútu með marki frá Kristjáni Stein Magnússyni en liðsmenn Elliða voru ekki lengi að svara fyrir sig með marki í næstu sókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þróttarar skoruðu svo sigurmarkið seint í leiknum en það var Páll Guðmundsson sem það gerði.

Þar með eru Þróttarar ósigraðir með 6 stig á toppi riðilsins og mæta næst liði Hvíta Riddarans í Reykjaneshöllinni þann 2. apríl n.k.