Þróttur úr leik í bikarnum
Þróttur Vogum er úr leik í Eimskipsbikar karla í handknattleik. Liðið mætti Víkingum í 8-liða úrslitum í gær og mátti sætta sig við 25-35 ósigur.
Fjölmenni var á leiknum enda frítt inn, boðið upp á andlitsmálningu fyrir leik sem og veitingar. Stuðningsmenn Þróttar fjölmenntu með trommusveit og var stemmningin gríðarleg.
Fínn árangur hjá Þrótti í bikarkeppninni sem teflir ekki fram liði í Íslandsmótinu.
VF-Mynd/ [email protected] – Þróttarar fengu oft og tíðum að kenna á því í gær. Hér hefur einum leikmanninum verið hrint nánast upp í áhorfendapallana en áhorfendur létu engan bilbug á sér finna og sungu og trölluðu allan leikinn.