Þróttur sigraði Kóngana
Þróttur Vogum heimsótti Kóngana á laugardaginn í 3. deild karla í fótbolta. Þróttarar fóru heim með 2-4 sigur í farteskinu og hafa þeir því sigrað báða leiki sína í deildinni. Leikurinn fór vel á stað fyrir Vogamenn því Þróttarar skoruðu eftir 8. mínútur, þar var að verki Hinrik Hinriksson með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu frá Einari Helga Helgasyni. Það var síðan gegn gangi leiksins sem Kóngarnir jöfnuðu á 34. mínútu 1-1. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust Vogamenn aftur yfir og þar var að verki Páll Guðmundsson sem skoraði markið með hnitmiðuðu skoti úr miðjum vítateignum eftir að leikmönnum Kónganna mistókst að hreinsa frá.
Seinni hálfleikur fór vel á stað og byrjuðu Vogamenn með miklum látum, uppskáru mark í sinni fyrstu sókn þegar fyrirliðinn Reynir Þór Valsson kom þeim í 1-3. Þá var eins og Vogamenn héldu að þetta væri komið því Kóngarnir tóku öll völd á vellinum og skoruðu mark þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum. Hinrik Hinriksson skoraði svo sitt annað mark með skalla og kláraði leikinn fyrir Þróttara þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur því 2-4.