Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttur semur við fimm leikmenn
Á myndinni eru leikmennirnir með Marteini Ægissyni, framkvæmdastjóra Þróttar.
Föstudagur 17. nóvember 2017 kl. 09:39

Þróttur semur við fimm leikmenn

Þróttur Vogum hefur gert samning við fimm leikmenn, þá Hrólf Sveinsson, Anton Inga Sigurðarson, Bjarka Þór Þorsteinsson, Garðar Benediktsson og Ísak Breka Jónsson, en allir leikmennirnir eru tvítugir að aldri.

Leikmennirnir fimm léku með Þrótti Vogum á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér sæti í 2. deildinni í knattspyrnu. Þróttur stefnir að því að halda þeim leikmönnum sem spiluðu með liðinu síðasta sumar og var fyrsta skrefið í áttina að því að semja við þessa fimm leikmenn.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024