Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttur leikur í Eimskipsbikarnum í kvöld
Mánudagur 3. desember 2007 kl. 13:24

Þróttur leikur í Eimskipsbikarnum í kvöld

Átta liða úrslitum í Eimskipsbikar karla í handknattleik lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Í Safamýrinni mætast Fram og Stjarnan en að Strandgötu í Hafnarfirði mætast Þróttur Vogum og Víkingur kl. 20:00. Þróttarar hafa jafnan telft fram liði í bikarkeppninni í handbolta og eins og fyrr er stórskyttan Sigurður Valur Sveinsson þjálfari liðsins.

 

Mikið verður um að vera á Strandgötunni í kvöld og verður m.a. boðið upp á pylsur og andlitsmálningu fyrir leik og þá munu Þróttara mæta með vaska trommusveit svo von er á miklu fjöri í Strandgötunni. Marteinn Ægisson einn af forsprökkum Þróttar segist búast við fjölmenni og að stemmningin verði mikil.

 

Þróttur Vogum – Víkingur

3. desember kl. 20:00 í Strandgötu í Hafnarfirði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024