Þróttur lagði Víði í Garði
Þróttur hafði betur gegn Víðismönnum á Nesfiskvellinum í Garði í kvöld þegar liðin mættust í tíundu umferð í 2. deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla.
Alexander Helgason skoraði sigurmark leiksins fyrir Þrótt á lokamínútu fyrri hálfleiks.
Með sigrinum í kvöld náðu Þróttarar að lyfta sér upp í 7. sæti deildarinnar.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á Garðsvelli í kvöld.








 
	
				 
					


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				