Þróttur í Vogum styrkir sig með þremur mönnum
Þróttur frá Vogum ætlar að taka þátt í 3. deildina í knattspyrnu í sumar eftir nokkra ára fjarveru. Jakob Már Jónharðsson er þjálfari liðsins.
Eins og gefur að skilja þá hurfu margir á brott þegar liðið var lagt niður á sínum tíma. En síðustu vikurnar hafa farið í að búa til góðan kjarna fyrir komandi tímabil. Eins og er þá hafa þrír leikmenn fengið félagaskipti yfir í Þrótt og allir úr sitthvorri áttinni.
Pétur Arnórsson kemur frá Skallagrími. Þetta er strákur fæddur 1979 og hefur leikið 75 meistaraflokksleiki með 6 liðum. 10 leiki með Skallagrím í 3. deildinni í fyrra eftir að hafa spilað 1 leik með ÍH í 2. deild.
Sigurður Hilmar Guðjónsson kemur frá Reyni Sandgerði. Hann er fæddur 1981 og hefur spilað 6 leiki með meistaraflokki Reynis, þessir leikir komi tímabilin 1996 og 1997. Hann hefur ekkert æft eða spilað fótbolta síðan 2000 þegar hann fótbrotnaði hjá Breiðablik.
Þórir Rafn Hauksson kemur frá Víði í Garði. Þórir spilaði 8 leiki með Víði í fyrra sem varð 3. deildar meistarar og skoraði í þeim 6 mörk. Á'ur hefur hann spilað 13 leiki með Víði og ÍH. Þórir er uppalinn Njarðvíkingur.
Von er á að fleiri leikmenn skipta yfir í Þrótt Vogum á komandi dögum.
Þetta kemur fram hjá www.fotbolti.net