Þróttur í úrslitakeppnina
Þróttur Vogum tryggði sér í gær sæti í úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu. Þróttarar gerðu þá 2-2 jafntefli gegn Árborg eftir að hafa náð 2-0 forystu. Páll Guðmundsson skoraði bæði mörk Þróttar í leiknum í upphafi seinni hálfleiks. Vogamenn eiga ennþá tvo leiki eftir áður en þeir hefja leik í úrslitakeppninni en þar mæta þeir líklega liði KFG.