Þróttur gerir það gott í bikarnum
Á mánudag mun handknattleikslið Þróttar í Vogum mæta Víkingum í 8 liða úrslitum Eimskipsbikar karla og hefst leikurinn kl. 20:00 að Strandgötu í Hafnarfirði. Þróttarar hafa nú í nokkur ár telft fram liði í bikarkeppninni í handboltanum og eru þeir að slá félagsmet með því að vera komnir inn í 8 liða úrslitin.
Rétt eins og áður er það handboltagoðsögnin Sigurður Valur Sveinsson sem fer fyrir liðinu en Þróttarar hafa nú þegar farið í gegnum Þrótt Reykjavík og lið Víkings 2 á leið sinni í 8 liða úrslitin. Búist er við fjölmenni í Strandgötuna á mánudag og eru Suðurnesjamenn hvattir til að fjölmenna í Hafnarfjörð og styðja vel við bakið á eina handboltaliði Suðurnesja. Frítt verður inn á leikinn og verður andlitsmálning í boði fyrir börnin.