Þróttur gerði jafntefli í lokaleiknum
Þróttur Vogum lék sinn síðasta leik áður en úrslitakeppni hefst í 4. deild karla í knattspyrnu. Vogamenn gerðu þá 1-1 jafntefli á útivelli gegn liði Kríu þar sem Páll Guðmundsson skoraði mark Þróttar. Þróttur mætir liði KFG í tveimur leikjum í úrslitakeppni, en fyrri leikurinn fer fram á Vogabæjarvelli þann 30. ágúst.