Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttur fær nýjar júdódýnur
Föstudagur 1. janúar 2010 kl. 10:03

Þróttur fær nýjar júdódýnur


Ungmennafélagið Þróttur í Vogum fjárfesti á dögunum í nýjum júdódýnum af bestu gerð. Magnús Hauksson, þjálfari, segir þessi kaup vítamínsprautu fyrir ört stækkandi júdódeildina. „Núna æfa 30 manns að staðaldri í deildinni, allt heimamenn fyrir utan einn Hafnfirðing og margreyndan KA mann að norðan. Það væri gaman að sjá fleiri Suðurnesjamenn úr nágrannasveitarfélögum á æfingum hjá okkur. Ekki vantar aðstöðuna,“ sagði Magnús í samtali við VF.

Magnús er hokinn af reynslu í júdóíþróttinni, búinn að stunda hana síðan 1973 og hlotið þjálfun hjá Evrópumeisturum jafnt og heims- og Ólympíumeisturum.
„Kennslan hjá mér er einstaklingsmiðuð, þ.e. hver iðkandi fær þá þjálfun sem hæfir honum, hvort sem hann er hobbýkall eða grjótharður keppnismaður. Í raun má kalla þetta einkaþjálfun, viðkomandi ræður ferðinni sjálfur,“ segir Magnús, hæstánægður með nýju dýnurnar.


Magnús Hauksson, þjálfari júdódeildar Þróttar í Vogum, er hæstánægður með nýju dýnurnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024