Þróttur á toppnum eftir sigurmark á 97. mínútu!
Mikil dramatík á Vogabæjarvelli í kvöld
Þróttur Vogum vann í kvöld 2-1 sigur á KFG í toppslag 4. deildar en leikurinn fór fram á Vogabæjarvelli.
Hátt í 200 manns mættu á völlinn í kvöld og fengu slag af dýrari gerðinni en það voru heimamenn sem að skoruðu fyrsta markið 5 mínútum fyrir hálfleik þegar Andri Gíslason kom boltanum yfir línuna.
Síðari hálfleikur var ekki orðin 10 mínútna gamall þegar KFG hafði jafnað metin og var þar að verki Bjarni Pálmason. Allt stefndi í jafntefli á milli toppliðana þegar fyrirliðinn Páll Guðmundsson skoraði sigurmarkið þegar langt var komið fram yfir venjulegan leiktíma, eða heilar 7 mínútur. Allt ætlaði um koll að keyra á áhorfendapöllunum enda gríðarlega þýðingarmikill sigur fyrir Þróttara sem taka afgerandi forystu í riðlinum með þessum sigri.