Þrótti Vogum spáð 7. sæti
Fótbolti.net spáir Þrótti Vogum 7. sæti í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar. Þróttur tryggði sér 2. sætið í 3. deild í fyrra eftir tvö ár í þriðju deildinni. En í lokaumferð 3. deildarinnar í fyrra réðust úrslitin og Þróttur komst í aðra deild, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið teflir fram nýjum þjálfara, Úlfi Blandon en hann er reynslumikill þrátt fyrir ungan aldur.
Þegar styrkleikar liðsins eru taldir fram þá er meðal annars talað um metnaðinn hjá félaginu en þá hefur fengið til sín leikmenn sem eru meðal annars með reynslu úr Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni. Veikleikarnir eru þó taldir vera þeir að það sé krefjandi verkefni að fara upp um deild og að það verði spennandi að sjá hvernig Þróttur takist á við það. Þá hafa Þróttarar einnig misst fyrirliðann sinn, Pál Guðmundsson og ljóst er að einhver annar þarf að stíga upp í hans fjarveru.
Ragnar Þór Gunnarsson, Brynjar Kristmundsson og Högni Madsen eru taldir vera lykilmenn liðsins.
Komnir:
Arnór Siggeirsson frá Fram
Brynjar Kristmundsson frá Fram
Brynjar Sigþórsson frá FH
Finnur Viðarsson frá Þróttur R.
Gylfi Gestsson frá Fylki
Högni Madsen frá Fram
Jordan Tyler frá Bandaríkjunum
Kian Viðarsson frá Reynir S.
Ragnar Þór Gunnarsson frá Tindastóli
Tom Lohmann frá Bandaríkjunum
Viktor Segatta frá Stord í Noregi
Farnir:
Andri Björn Sigurðsson í Ægi
Alexander Davorsson í Aftureldingu
Aran Nganpanya í Hauka
Hilmar Þór Hilmarsson í Leiknir R.
Kristján Pétur Þórarinsson
Admir Kubat í Þór
Páll Guðmundsson hættur
Zlatko Krickic í Leikni R.
Ólafur Örn Eyjólfsson í HK
Nduka Kemjika til Bandaríkjanna
Þróttur leikur sinn fyrsta leik í 2. deildinni þann 5. maí nk. á Vogabæjarvelli gegn Huginn, leikurinn hefst kl. 14:00.