Þróttarar úr leik í Lengjubikarnum
4-1 tap gegn Kára á Akranesi
Þróttur Vogum tapaði fyrir sterku liði Kára í Akransehöllinni um helgina, 4-1, í umspilsleik um að komast í undanúrslit C deildar Lengjubikarsins.
Kári komst í 1-0 og var staðan þannig í hálfleik. Káramenn komust svo í 2-0 áður en Páll Guðmundsson minnkaði muninn á 70. mínútu. Með smá heppni hefðu Þróttarar getað jafnað metin en inn vildi boltinn ekki og Kári skoraði 2 mörk á síðustu 10 mínútum leiksins til að gulltryggja sigurinn.
Þróttarar komust í 1. skipti uppúr riðlinum í Lengjubikarnum í ár, ósigraðir í þokkabót og hefur undirbúningur liðsins gengið vel fram að þessu.
Liðið mætir liði KB í bikarkeppni KSÍ föstudaginn 1. maí og með sigri þar mæta Þróttarar nágrönnum sínum í Grindavík í næstu umferð.