Þróttarar úr leik í bikarnum
Stórlið Þróttar í Vogum er úr leik í bikarkeppni karla í handbolta eftir tap gegn úrvalsdeildarliði Fram um helgina. Framarar höfðu 27-15 sigur en verulega fór að draga af hinum reynslumiklu Þrótturum í síðari hálfleik.
Eins og kunnugt er var lið Þróttara skipað gömlum landsliðsmönnum sem höfðu leikgleðina helst að vopni. Mátti sjá frábær tilþrif inn á milli frá Vogamönnum. SportTV sýndi frá leiknum og tók viðtal við nokkrar hetjur í leikslok.
Meðal þeirra sem leika með Þrótti:
Þjálfarar
Jón Kristjánsson.
Patrekur Jóhannesson.
Markverðir
Birkir Ívar Guðmundsson, 144 landsleiki á bakinu.
Roland Roland Eradze, 52 landsleiki.
Útileikmenn
Valgarð Thoroddsen.
Einar Örn Jónsson.
Heimir Örn Árnason.
Bjarki Sigurðsson.
Sigfús Sigurðsson.
Logi Geirsson.