Þróttarar úr leik í bikarnum
Þróttur Vogum mætti Kjalnesingum í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi í Valitor-bikarnum. Arnar Freyr Smárason kom Þrótturum yfir í upphafi leiks en Kjalnesingar jöfnuðu jafnharðan. Aftur komust Þróttarar yfir þegar Stefán Lynn Price skoraði en Kjalnesingar jöfnuðu aftur innan skamms. Það var svo í blálokin að Kjalnesingar tryggðu sér sigur með marki á 90. mínútu og Þróttur því úr leik í bikarnum þetta árið.
Mynd: Þjálfarar Þróttar þeir Sigurður Hilmar og Þórir Rafn.