Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttarar töpuðu stórt í toppslag og Víðismenn komnir í fallbaráttu
Frá leik Þróttar og Aftureldingar en 200 manns voru á vellinum þrátt fyrir skúrir.
Laugardagur 30. júní 2018 kl. 12:06

Þróttarar töpuðu stórt í toppslag og Víðismenn komnir í fallbaráttu

Aft­ur­eld­ing náði í gær­kvöld fimm stiga for­skoti á toppi 2. deild­ar karla í knatt­spyrnu með því að vinna stór­sig­ur á Þrótti úr Vog­um á úti­velli, 6:1, í upp­gjöri tveggja efstu liðanna.

Aft­ur­eld­ing komst í 3:0 fyr­ir hlé og var kom­in í 5:0 þegar fimm mín­út­ur voru liðnar af síðari hálfleik. Al­ex­and­er Aron Dav­ors­son og Hafliði Sig­urðar­son gerðu tvö mörk hvor fyr­ir Aft­ur­eld­ingu, Ja­son Daði Svanþórs­son og Jök­ull Jörv­ar Þór­halls­son eitt hvor áður en Þrótt­ar­ar komust á blað með sjálfs­marki Mos­fell­inga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrótt­ur úr Vog­um er með 18 stig í öðru sæti deildarinnar fimm stigum á eftir Aftureldingu, Völsung­ur með 17 stig í þriðja sæt­inu.

Grótta sigraði Víði 4:2. Óli­ver Dag­ur Thorlacius skoraði tvö mörk fyr­ir Gróttu, Ásgrím­ur Gunn­ars­son og Kristó­fer Orri Pét­urs­son eitt hvor, en Andri Gísla­son gerði bæði mörk Víðis sem er með 6 stig í 10. sæt­inu.

Víðismönnum hefur ekki gengið vel í sumar.