Mánudagur 25. júlí 2016 kl. 11:10
Þróttarar töpuðu fyrir norðan
Vogamenn töpuðu 2-0 gegn Dalvík/Reyni í 3. Deild karla í fótbolta um helgina. Þróttarar áttu talsvert af færum í leiknum en mikil bleyta reyndist Vogamönnum erfið á köflum og því fór sem fór. Þróttarar eru í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig, sæti fyrir neðan granna sína í Reyni Sandgerði.