Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þróttarar töpuðu á drama­tísk­an hátt og Víðir með sannfærandi sigur
Lið Víðis 2018.
Sunnudagur 12. ágúst 2018 kl. 10:37

Þróttarar töpuðu á drama­tísk­an hátt og Víðir með sannfærandi sigur

Þróttarar úr Vogum töpuðu á drama­tísk­an hátt 3:1- fyrir Kára á útivelli í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Staðan var 1:0, Þrótti í vil, fram að 79. mín­útu, en Kári skoraði þrjú mörk í lok­in og tryggði sér sig­ur­inn. 

Ragn­ar Þór Gunn­ars­son kom Þrótti yfir á 58. mín­útu en Al­ex­and­er Már Þór­láks­son jafnaði á 79. mín­útu. Andri Júlí­us­son kom Kára yfir úr víta­spyrnu í upp­bót­ar­tíma og Ró­bert Ísak Erl­ings­son inn­siglaði 3:1-sig­ur á þriðju mín­útu upp­bót­ar­tím­ans. Þróttarar voru ekki sáttir með störf dómarans og mótmæltu harðlega vítaspyrnudómnum í uppbótartímanum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðir vann 2:0-heima­sig­ur á Tinda­stóli í Garði. Fyrsta mark leiks­ins kom á 25. mín­útu og var sjálfs­mark og Mahdi Hadra­oui tryggði Víði 2:0 sig­ur með marki úr víti á 77. mín­útu og þar við sat. Var sigur Víðismanna sannfærandi.