Þróttarar tóku öll stigin í Njarðvík - Víðismenn lágu á heimavelli
Voga-Þróttarar fóru heim með öll þrjú stigin eftir viðureign við nágrannana úr Njarðvík í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en leikið var á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í gær. Víðismenn töpuðu 0:3 á heimavelli á sama tíma.
Viktor Smári Segatta skoraði mark Þróttara í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Njarðvíkingar áttu mörg marktækifæri í fyrri hálfleik en gestirnir gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og áttu færi til að bæta við marki. Heimamönnum gekk illa að byggja upp marktækifæri og máttu þola tap.
Víðismenn steinlágu á heimavelli með þremur mörkum gegn engu þegar liðið mætti ÍR.
Garðmenn hafa byrjað illa og tapað þremur leikjum en unnið einn og eru í þriðja neðsta sæti með 3 stig. Þróttarar eru í 8. sæti með 5 stig og Njarðvíkingar eru með 6 stig í 5.-7. Sæti með 6 stig.
Það var hart barist í Njarðvík.