Þróttarar missa flugið
Þróttur Vogum heimsótti Árborg síðasta sunnudag í A. riðli 4. deildar. Leikar enduðu 2-1 Árborg í vil. Með sigri hefðu Þróttarar farið á toppinn í riðlinum. Staðan í hálfleik var 1-1. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með en Árborgarmenn voru töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og áttu sigurinn skilið. Einar Helgi Helgason skoraði mark Þróttara, en hann jafnaði á lokamínútunum í fyrri hálfleik.
Árborg 2 - 1 Þróttur Vogum
1-0 Hartmann Antonsson ('24)
1-1 Einar Helgi Helgason ('45)
2-1 Guðmundur Sigurðsson ('57)
Staða efstu liða í riðlinum
1. Álftanes 4 3 0 1 13 - 4 +9 9
2. KFS 4 3 0 1 8 - 5 +3 9
3. KFG 3 2 1 0 15 - 6 +9 7
4. Þróttur V. 4 2 1 1 10 - 7 +3 7
Fjögur efstu lið riðilsins mætast í næstu umferð og með sigri geta Þróttarar stimplað sig rækilega í toppbaráttuna.
Næsti leikur Þróttara er laugardaginn næsta er KFS koma í heimsókn. Hefst leikurinn klukkan 14:00 og verður á Vogavelli.