Þróttarar með jafntefli og Víðir tapaði fyrir toppliði 2. deildar
-Nágrannaslagur í Vogum á þriðjudaginn
Þróttur V. og Leiknir F. gerðu svo markalaust jafntefli á Vogabæjarvelli í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þróttur er í sjöunda sæti deildarinnar með 23. stig. Var þetta fimmta jafntefli Þróttara í síðustu sex leikjum.
Víðismenn heimsóttu Vestra á laugardaginn og tapaðist leikurinn 3-1. Pétur Bjarnason kom Vestra yfir á þriðju mínútu, en Mahdi Hadraoui jafnaði úr víti aðeins fjórum mínútum síðar. Sergine Modou Fall skoraði hins vegar tvö mörk fyrir Vestra áður en fyrri hálfleikurinn var allur og mörkin urðu ekki fleiri. Víðismenn eru í áttunda sæti deildarinnar með 16. stig
Á þriðjudaginn fer fram nágrannaslagur í Vogum er Þróttarar fá Víðismenn í heimsókn. Hefst leikurinn kl. 19:15. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Þróttara 1-2 í Garðinum.