Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttarar komnir í undanúrslit
Þriðjudagur 2. september 2014 kl. 22:42

Þróttarar komnir í undanúrslit

Þróttur Vogum mun leika gegn Álftanesi í undanúrslitum 4. deildar í knattspyrnu eftir frækinn sigur gegn KFG í tveimur leikjum. Fyrri leikinn unnu Þróttarar 2-0 en framlengja þurfti í seinni leiknum í kvöld þar sem KFG hafði betur 2-0 í venjulegum leiktíma.

Það var svo Kristján Steinn Magnússon sem tryggði Þrótturum áfram með marki á 109. mínútu framlengingar. Þróttarar fögnuðu svo vel og lengi að leikslokum en sæti í 3. deild er nú innan seilingar en leikurinn gegn Álftanesi er á laugardag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024