Þróttarar komnir í 3. sæti 3. deildar
Þróttur Vogum sigruðu KF 2:0 í toppslag 3. deildar. Aran Nganpanya kom Þrótti yfir 21. mín og Andri Björn Sigurðsson skoraði seinna mark Þróttara á 69. mín
Sigur Þróttara var aldrei hættu þrátt fyrir mikla baráttu. Mikil stemmning var á leiknum og létu stuðningsmenn Þróttar vel í sér heyra.
Þróttarar hafa verið um miðja deild í allt sumar og eru í fyrsta sinn á meðal þriggja efstu liða deildarinnar.