Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þróttarar í Vogum taplausir í riðlakeppninni - mæta Hvítu riddururnum
Haukur Hinriksson var á skotskónum í gær fyrir Vogamenn. Hér er hann við mark Harðar.
Mánudagur 24. ágúst 2015 kl. 10:29

Þróttarar í Vogum taplausir í riðlakeppninni - mæta Hvítu riddururnum

Þróttarar úr Vogum fóru taplausir í gegnum riðlakeppnina á Íslandsmótinu í knattspyrnu, 4. deild. Unnu tíu sigra og gerðu tvö jafntefli.

Þróttarar mættu liði Harðar frá Ísafirði sem var í þriðja sætinu fyrir leikinn. Leikar enduðu 4-2 fyrir Þrótt eftir að staðan hafði verið 2-2 í hálfleik. Markaskorarar gærdagsins voru Kristinn Aron Hjartarson, Magnús Ólafsson, Haukur Hinriksson og Halldór Hilmisson.

Þróttarar mæta liði Hvíta Riddarans í 8. liða úrslitum í úrslitakeppni 4. deildar um laust sæti í 3. deild. Leikirnir fara fram laugardaginn 29. ágúst að Varmá og svo aftur á Vogabæjarvelli þriðjudaginn 1. september kl. 17:30. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Andri Gíslason er markahæstur Þróttara til þessa með 14. mörk