Þróttarar í úrslitakeppni í fyrsta sinn
Þróttarar taka á móti liði KFG í 8- liða úrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu á morgun laugardag. Leikið er tvisvar en fyrri leikurinn fer fram á Vogabæjarvelli klukkan 14:00 á morgun. Seinni leikur liðanna fer fram þriðjudaginn 2. september í Garðabæ og hefst sá leikur klukkan 17:30. Er þetta í fyrsta skipti sem Þróttarar komast í úrslitakeppnina en þeir hafa verið nokkrum sinnum nálægt því áður.