Þróttarar í góðri stöðu
Þróttarar standa vel að vígi í baráttunni um að komast upp úr 4. deild karla í knattspyrnu, eftir 1-1 jafntefli gegn Álftanesi í umspili í dag. Vogamenn fjölmenntu á leikinn og þeir sáu sína menn ná 0-1 forystu undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Ragnari Valberg. Álftnesingar náðu svo að jafna á 70. mínútu og þar við sat. Annar leikur liðanna fer fram í Vogum á miðvikudaginn næsta klukkan 17:15.