Þróttarar í eldlínunni á laugardag
Þróttur Vogum mun leika gegn ÍH í undanúrslitum 4. deildar í knattspyrnu eftir frækinn sigur gegn Hvíta Riddaranum í tveimur leikjum.
Fyrri leikinn unnu Þróttarar 4-0 en í seinni leiknum kom ekki að sök 1-3 tap.
Fyrri leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli á laugardaginn (morgun) og hefst klukkan 14. Þróttarar biðla til allra Þróttara og annara stuðningsmanna að mæta á leikinn og styðja félagið til frekari dáða, segir í tilkynningu frá félaginu.
Seinni leikurinn fer fram miðvikudaginn 9. sept á Vogabæjarvelli og hefst klukkan 17:15


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				