Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttarar halda áfram að bæta við sig leikmönnum
Mánudagur 21. nóvember 2016 kl. 06:00

Þróttarar halda áfram að bæta við sig leikmönnum

Þróttur Vogum hefur fengið til liðs við sig sóknarmanninn Andra Björn Sigurðsson frá Ægi Þorlákshöfn. Andri spilaði í 1. deildinni  með Þrótti Reykjavík, Selfoss, ÍR, Aftureldingu og Gróttu á sínum tíma. 

Andri sem er 27 ára er fjórði leikmaðurinn sem kemur til Þróttar eftir sumarið. Tómas Urbancic, Garðar Benediktsson og Birkir Þór Baldursson komu til félagsins á dögunum. 
Þjálfari Þróttar Voga er Brynjar Gestsson en hann tók við liðinu í haust.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024