Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þróttarar frá Vogum með jafntefli á erfiðum útivelli
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 1. júlí 2019 kl. 14:04

Þróttarar frá Vogum með jafntefli á erfiðum útivelli

- Víðir með sigurmark í lok leiksins

Víðir Garði fór upp í þriðja sæti 2. deild­ar karla í fót­bolta með 1:0-sigri á ÍR á heima­velli. Eft­ir marka­laus­an fyrri hálfleik skoraði Ari Steinn Guðmunds­son sig­ur­markið á 84. mín­útu. Með sigr­in­um fór Víðir upp í 16 stig og upp fyr­ir Vestra og Völsung.

Sel­foss missti af tæki­færi til að fara í topp­sætið þar sem liðið gerði 2:2-jafn­tefli við Þrótt V. á heima­velli. Ken­an Turudija kom Sel­fossi yfir strax á sjö­undu mín­útu og var staðan í hálfleik 1:0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Pape Mama­dou Faye jafnaði á 51. mín­útu og Andy Pew, sem lék með Sel­fossi í ára­tug, kom Þrótti yfir á 74. mín­útu. Guðmund­ur Tyrf­ings­son skoraði hins veg­ar jöfn­un­ar­mark Sel­foss á 78. mín­útu og þar við sat.

Víðir og Þróttur mætast á fimmtudaginn í nágrannaslag á Nesfiskvelli.