Þróttarar frá Vogum með jafntefli á erfiðum útivelli
- Víðir með sigurmark í lok leiksins
Víðir Garði fór upp í þriðja sæti 2. deildar karla í fótbolta með 1:0-sigri á ÍR á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Ari Steinn Guðmundsson sigurmarkið á 84. mínútu. Með sigrinum fór Víðir upp í 16 stig og upp fyrir Vestra og Völsung.
Selfoss missti af tækifæri til að fara í toppsætið þar sem liðið gerði 2:2-jafntefli við Þrótt V. á heimavelli. Kenan Turudija kom Selfossi yfir strax á sjöundu mínútu og var staðan í hálfleik 1:0.
Pape Mamadou Faye jafnaði á 51. mínútu og Andy Pew, sem lék með Selfossi í áratug, kom Þrótti yfir á 74. mínútu. Guðmundur Tyrfingsson skoraði hins vegar jöfnunarmark Selfoss á 78. mínútu og þar við sat.
Víðir og Þróttur mætast á fimmtudaginn í nágrannaslag á Nesfiskvelli.