Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þróttarar byrja sumarið vel
Reynir Þór Valsson er jafnan hættulegur upp við mark andstæðinga Þróttara.
Fimmtudagur 23. maí 2013 kl. 08:10

Þróttarar byrja sumarið vel

Þróttarar frá Vogum unnu sinn fyrsta leik í 3. deild þegar þeir tóku á móti Stokkseyri í gær. Lokatölur urðu 2-0 þar sem Þróttur hafði mikla yfirburði. Til marks um þá yfirburði þá áttu Vogamenn sjö skot í tréverkið í leiknum. Fyrirliði Þróttara, Reynir Þór Valsson skoraði fyrra mark leiksins og Hákon Harðarson kom heimamönnum í 2-0 úr vítaspyrnu.

Þróttarar fara vel á stað í ár. Þeir eru komnir með sigur í fyrsta deildarleik og eru einnig ennþá með í bikarnum. Næsti leikur Vogamanna verður laugardaginn 25. maí á Framvellinum í Safamýri og hefst klukkan 13:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024